<$BlogRSDURL$>

föstudagur, ágúst 27, 2004

Núna er ég komin með nýja bloggsíðu!
Fannst þessi ekki nógu sniðug og skemmtileg lengur!!!
Endilega komið í heimsókn!!!
Kveðja Sigga

föstudagur, ágúst 06, 2004

Þeir sem eru svona nánustu vinir mínir á svipuðum aldri og ég, gerið þetta....Setjið hedfóns á ykkur og hlustið á arpeggiator með Ensími og upplifið nostalgíu dauðans.......Mig langar alveg að fara að gráta, við hlustuðum svo mikið á þetta, enda algjör snilld!!!!Manni langar alveg að fara aftur í súru partýin hjá Jon Fri og detta alveg endalaust í það og gera skandala:) Endalaust gaman!!!!En allavega, þessi vika var svo fljót að líða að ég býst við að næsta vika verði líka búin áður en ég get klárað að skrifa þetta blogg ha ha ha!Ég afrekaði ekki mikið í þessari viku, nema kannski að panta mér far út til Danaveldis. Fer 28 September sem mun vera Þriðjudagur. Nú er ekki aftur snúið.... :/ Vona bara að mörkin eigi eftir að spjara sig í fjarveru minni og Gummóar, við erum náttúrulega aðal fjármagnið sem fer í að halda Dj Fúsa og Dj Ella í góðu stuði þannig að þegar við förum þá gætuð þið þurft að sætta ykkur við eitthvað minna spennandi en þá:)Ég ætla í bæinn á morgun og hitta stelpurnar mínar, s.s Hörpu Hlín, Svandísi, Krissu, og allar þær, nenni ekki að telja þetta upp. Harpa ætlar víst að efna til gleðskaps heima hjá sér og ekki af verri endanum, býst fastlega við því að SS pulsan verði á svæðinu ásamt kærustunni sinni (eins og í auglýsingunni) Ekki slæmt það!En núna ætla ég að halda áfram að morkna heima hjá mér, fer kannski á mörkina að hitta Salome og Co, eða þá að halda áfram að morkna og spila smokkaleikinn (metið mitt er rúmlega 37 þúsund) Geri aðrir betur!!!
Eigiði Góða helgi!
P.s Karen er flúin af landi brott á vit ævintýrana í Svíþjóð. Sakna hennar strax;(

sunnudagur, ágúst 01, 2004

Djöfull er þetta ömurleg verslunarmannahelgi. Ég hef aldrei áður verið jafn sorgleg og núna!!!
Var samt gaman í gær, fór uppí sumarbústað með allri famelíuni, mjög fínt. En núna hef ég heyjað erfiða leit af djammfélugum fyrir kvöldið, neinei engin sem er til. Annaðhvort er fólk bara að tjilla í þynkunni sinni eða með sauma í lærinu, pifff!!!! Ég sit hér fyrir framan tölvuna, gæti verið að borða með vinkonum mínum uppí sveit og sötrað bjór, en ég sit hér og pirra mig á því að vera morkin en geri samt sem áður ekkert í því. Ömurlegt ömurlegt ömurlegt!!!!!!

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Skemmtileg helgi er vægt orð yfir þá mestu snilldar helgi sem var að líða, og ótrúlegt en satt var ekki áfengi með í för!
 
Ég, Ólöf og Fríða fórum í ródtripp... Stelpurnar ásamt Önnu byrjuðu að labba leggjarbrót og tók það ekki nema fimm tíma, enda tóku þær þetta á sprettinum. Ég beið þeirra niðri eða á þingvöllum með tjaldvagninn hjá mömmu og pabba og nesti og nýja skó. Við tjölduðum rétt hjá Þingvöllum og nörduðumst langt fram eftir nóttu. Ólöf og Fríða settu án efa met í nammi áti og efast ég um að það verði nokkurtíman toppað. Við hituðum kakó með prímus og spiluðum. Daginn eftir lágum við í sólbaði þangað til ég sagði stopp, enda orðin skaðbrunnin á öxlum sem hafa aldrei fengið að líta dagsins ljós í sumar. (er með mesta vinnumannafar við olboga) Við tókum tjaldvagninn saman á örstundu og var ferðinni heitið í miðhúsaskóga sem Salóme og Reynir voru með bústað og tjölduðum við þar rétt hjá og fórum í heimsókn. Þar var spilað og farið í pottinn að ógleymdum hljómsveitarleik sem við fórum í og afrekuðum að geta orðið ren í næstum því öllum stöfum af hljómsveitum!!!
Daginn eftir tókum við draslið snemma saman og héldum heim á leið eftir frábæra helgi.
Ykkur finnst kannski ekki mikilfenglegt að lesa um þetta en þetta var svona you had to be there......
 
Annars var að klárast spilakvöld hérna heima hjá mér, flokkstjórarnir voru hérna eða svona þeir sem eru svona meira í félagslegri kanntinum eins og ég myndi orða það. Við skiptum í þrjú lið og spiluðum Partý og co sem endaði með að spilinu var slúttað vegna tímans (hve oft hefur tíminn valdið svo miklum sársauka í lífinu) En aftur á móti stóðum við Helgi okkur eins og hetjur og töpuðum með sæmd, en við áttum okkar stundir þarna inná milli. En það féll kannski í skugga af æsingnum í Ólöfu, en hún helti niður tvisvar og þurfti að skipta um bol vegna hitans. Þið getið rétt ýmindað ykkur um hita leiksins.........
En án efa skemmtun í hæsta gæðaflokki ef miða á við mánudagskvöld!!!!
 
Hugleiðing frá Sindra og Lúlla.......... Er vinnuskólinn á Akranesi blautasti vinnuskólinn á landinu?????

föstudagur, júlí 16, 2004

Ferðalag um helgina!!!!!! Ferðinni er heitið á Þingvelli. Planið er að Ólöf, Gréta, Anna og Fríða labba yfir leggjarbrjót og ég og Bára ætlum að fara og tjalda á þingvöllum þar sem þær munu enda! Bára var reyndar í beilunartóninum áðan en sjáum til hvað morgundagurinn býður uppá. Svo er þetta bara svona roattrip fílingur!!! Við kíkjum á laugardeginum í sumarbústað til salóme og eitthvað svoleis, ekkert alveg ákveðið en allt mjög spennandi. Bassi litli fær að koma með og allt og ég fékk tjaldvagninn hjá mömmu og pabba sem er bara snilld!!!! 
 
Annars langaði mig að segja að mjög góðir þættir eru að byrja á stöð 2 á mánudaginn (minnir mig) Angels in america sem segir frá samkynhneigðum mönnum sem þurfa að díla við vandamál sín svo sem að koma út úr skápnum, aids og villuvandamál! Einnig segir frá konu sem poppar valium eins og ópal og hvernig líf hennar er, eða (Angels in America: A Gay Fantasia on National Themes. Set in 1985, it is what its title implies: an exploration of the issues confronting our nation during the Reagan years, and at the start of the AIDS epidemic) Þetta eru rosalegir þættir í 6 klukkutíma hlutum og er alveg magnaðir! Fyrst þegar ég horfði á þá, fannst mér eins og í 3 eða 4 þættinum, að nú hefði höfundurinn alveg verið að tapa sér, en eftir því sem ég horfði meira og meira á það að þá sá ég hverskonar snillingur hefði verið að skrifa þetta. Þættirnir skarta mjög góðum leikurum og hlutu þau golden globe verðlaun fyrir eftirfarandi: 
Besta framhaldsmynd / sjónvarpsmynd
Besta leikkona í framhaldsmynd / sjónvarpsmynd Meryl Streep
Besti leikari í framhaldsmynd / sjónvarpsmynd Al Pacino
Besta aukaleikkona í sjónvarpsþætti, framhaldsmynd eða sjónvarpsmynd Mary Louise Parker
Besta aukaleikari í sjónvarpsþætti, framhaldsmynd eða sjónvarpsmynd Jeffrey Wright
Aðrir leikarar eru Patrick Wilson, Emma Thompson og Justin Kirk.
Að mínu mati er Jeffry Wright algjör snillingur í þáttunum og skarar fram úr sem besti leikarinn!
Takið eftir því þegar þið horfið á þetta að flest allir leikararnir eru í tveim eða fleiri hlutverkum.
Have fun!!!!
Takk og góða helgi
 


Angels in america


Angels in america
þriðjudagur, júlí 13, 2004

Smá myndbrot af Laugardeginum...........

PartýSvandís, Olli, Sigga (hvað eru þau að gera??) og Krissa

Svanberg og SammiFríða og Bára

Sammi og Valli á HlöllaÉg og Gréta

Nettur gaur með hattSigga og Hildur

Ég með Hlöllann minnSleikisleik...


sunnudagur, júlí 11, 2004

Djöfull var nú gaman í gær!!!!

Ég held að parýið hérna heima hafi verið það allra skemmtilegasta sem ég hef farið í!!!
Við vorum með 2 gítara og allir sungu og trölluðu eins og þeir ættu lífið að leysa! Allt áfengi var náttúrulega drukkið eins og fólk gæti ekki án þess verið og meira til!
Svo tók ballið við.......... mjög skemmtilegt sveitaball, skórnir urðu mjög skítugir og ég afrekaði að detta einu sinni í gólfið sem var alltílagi, ég lokaði bara augunum og teygði hendurnar uppí loftið og beið eftir að einhver góðhjartaður myndi kippa mér upp sem og gerðist auðvitað. Ég er ekki ennþá búin að skoða fötin mín frá því í gær, er að spá í að láta Einar bara sjá um það! Þegar ballið var búið stóð ég í röð í svona tvo tíma fannst mér að bíða eftir hlöllabátum sem ég fékk að lokum en man ekki eftir að hafa borðað, kannski borðaði einar hann bara! Tíndi kortinu hans en Davíð Minnar rétti mér það síðan þegar hann var að labba heim og ég sat í götunni með Krissu. Þar náði ég að dúndra símanum mínum utan í vegg til þess að ath hvort hann myndi þola það, hann fór allur í sundur að vísu en lifði það af þannig að ég get mælt með nokia 3110 eða eitthvað. Þegar ég kom heim voru Anna og Ólöf heima (sem ég man btw ekki eftir, Einar sagði mér það í morgun) og þegar þær voru farnar lagðist ég í sófann og náði svo einhvernvegin að detta fram úr sófanum og pompaði mjög svo mikið á hart gólfið og þá brjálaðist ég, kenndi Einari um að hugsa ekki nógu vel um mig og ætlaði að henda honum út, ég sagði að við værum hætt saman og ég ætlaði að eiga húsið og hann fengi ekki neitt, ég var alveg hörð á því! Þegar Einar ætlaði ekki að láta sér segjast að þá fóru hnefarnir að tala mínu máli og reyndi ég eftir bestu getu að berja líftóruna úr Einari. (djöfull hefði verið fyndið að sjá þetta á videó) Einar náði nú samt að verja sig með annari hendi þó að ég hafi reynt hvað eina, var meiraðsegja byrjuð að sparka og áfram hélt ég að hella mér yfir greiið strákinn sem átti sér einskis ills von. Að lokum fékk Einar nú nóg af yfirgangnum í mér og hélt mér nauðugri, og henti mér uppí rúm og sagði mér að drullast til þess að þegja og sofa úr mér, sem og ég gerði fyrir rest, eftir nokkur tár af vorkunsemi í minn garð fyrir að eiga svona vondann kærasta, ég hugsaði að ég ætlaði sko að fara uppá löggustöð þegar ég myndi vakna og tilkynna heimilisofbeldi, en það tók mig ekki langan tíma að sofna, örugglega innan við mínútu, svo mikil var ölvunin. Þegar Einar var búin að henda mér í rúmið tók hann til í allri íbúðinni og kom svo með stórt vatsglas fyrir mig til ef að mér myndi líða illa um nóttinna, ekki alslæmur þrátt fyrir allt:)
En fyrir utan síðasta partinn af kvöldinu að þá var þetta hið skemmtilegasta kvöld, mikið drukkið ójá og mikið sungið!!!!

Dagurinn í dag hefur verið mjög mikill þynkudagur, fór eiginlega aldrei fram úr, eða ég færði mig inní sófa með sængina mína og afrekaði að borða bara óhollan mat í allan dag, á einum tímapunkti var ég að spá í að æla því ég var búin að borða svo mikið nammi en gerði það ekki.
En allir sem eiga drasl hérna heima geta komið og sótt það, ég fer bráðum að hafa bara svona dag einu sinni á ári þar sem allir geta komið heim til mín og tjekkað á óskilamunum. það er núna í alvörunni svona ruslapoki af fötum sem voru skilin eftir hérna í gær, Bára er dugleg við að geyma dót hérna og já allar stelpurnar bara, en sko undarlegasta var að finnbogi lorens og rut voru með eitthvað dót hérna heima en málið var bara að þau komu ekkert heim til mín í gær..... Ólöf hafði víst boðið þeim og fleirum að taka fyrir þau dótið þeirra og labba með það heim til mín til þess að geyma það??? Veit ekki afhverju en Ólöf gerir skrítna hluti þegar hún er ölvuð!!!!!
Jæja farin að sofa í bili..............................

This page is powered by Blogger. Isn't yours?